Skip to content

ALÞJÓÐLEG SAMKEPPNISHÆFNI ÍSLANDS

WORLD eCONOMIC FORUM - TRAVEL AND TOURISM DEVELOPMENT INDEX

Ferðaþjónusta er í eðli sínu harður alþjóðlegur samkeppnisvettvangur þar sem áfangastaðurinn Ísland á í baráttu við fjölda annarra landa og áfangastaða í heiminum um hylli og verðmæti ferðamannsins. Verðmætasköpun ferðaþjónustu fyrir samfélagið ræðst að stórum hluta af því hversu vel við stöndum okkur í þeirri samkeppni. 

Því skiptir höfuðmáli fyrir arð samfélagsins af atvinnugreininni hversu samkeppnishæf atvinnugreinin og áfangastaðurinn er við umheiminn á hinum alþjóðlega vettvangi.

Annað hvert ár gefur World Economic Forum út mælingu á samkeppnishæfni og þróun ferðaþjónustu í ríkjum heims – Travel and Tourism Development IndexÍsland er sem stendur í 23. sæti listans en von er á nýrri útgáfu hans í september 2023.

Það er augljóst og mikilvægt markmið íslenskrar ferðaþjónustu að færast ofar á þennan lista og verða í hópi 15 samkeppnishæfustu ferðaþjónustulanda heims árið 2025.

Samkeppnishæfni ferðaþjónustulandsins Íslands (WEF TTDI röðun)

117
2019: Ísland er í 22. sæti af 117
117
2021: Ísland er í 23. sæti af 117
< 140
Markmið 2025: Ísland sé í 15. sæti eða hærra
Heimild: World Economic Forum Travel and Tourism Development Index – Overall Rank

World Economic Forum Travel and Tourism Development Index