Skip to content

ÁRANGUSMÆLABORÐ SAF

MARKMIÐ UM ÁRANGUR VIÐSPYRNU TIL 2025

Í árangursmælaborði Samtaka ferðaþjónustunnar er fylgst með framvindu mælanlegra markmiða er tengjast viðspyrnu ferðaþjónustunnar og stefnumarkmiðum sem eru sett fram í Framtíðarsýn ferðaþjónustunnar til 2030. Mælikvarðarnir varða leiðina næstu fjögur ár í átt að markmiðum um árangur sem þarf að vera náð árið 2025.

Framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu – stefnurammi til 2030 var mótuð í samvinnu Samtaka ferðaþjónustunnar og stjórnvalda haustið 2019. Yfirmarkmið stefnurammans eru að íslensk ferðaþjónusta verði leiðandi í sjálfbærri þróun, hún sé arðsöm og samkeppnishæf atvinnugrein sem starfi í sátt við land og þjóð. Þá skuli stefnt að því að ferðaþjónusta stuðli að bættum lífskjörum og hagsæld á Íslandi og að hún sé þekkt fyrir sjálfbæra þróun, gæði og einstaka upplifun. Mikilvægt er að ákvarðanir og aðgerðir næstu fjögurra ára taki mið af markmiðum í stefnurammanum og styðji við að markmið hans verði uppfyllt.

Viðspyrnan veltur á ákvörðunum og aðgerðum stjórnvalda varðandi starfsumhverfi ferðaþjónustu

Þann 25. september 2021 fóru fram kosningar til Alþingis. Þá hófst nýtt kjörtímabil sem rammar inn þau fjögur ár þar sem mestu skiptir að ferðaþjónusta nái hröðum vexti á ný til að styðja við efnahagslega endurreisn samfélagsins. Kjörtímabilið nær einnig yfir helming tímans sem stefnuramminn tekur til. Ákvarðanir sem teknar verða af nýrri ríkisstjórn strax frá upphafi kjörtímabilsins munu því hafa úrslitaáhrif á það hvort hraðri viðspyrnu og nauðsynlegri verðmætasköpun verður náð í ferðaþjónustu og efnahagslífinu í heild.

ÁRANGURSMÆLIKVARÐAR Í VÍDDUM STEFNURAMMANS

EFNAHAGUR – SAMFÉLAG – UMHVERFI

EFNAHAGUR

Arðsemi framar fjölda ferðamanna

Útgjöld ferðamanna á áfangastaðnum

Markmið 2025: 570 milljarðar króna

Neysla ferðamanna á áfangastaðnum Íslandi. Hlutfall innlendra ferðamanna í heildarútgjöldum 2019 var 28%

Heimild: Ferðaþjónustureikningar Hagstofu Íslands

Útgjöld erlendra ferðamanna á áfangastaðnum (gjaldeyristekjur)

Markmið 2025: 410 milljarðar króna

Tekjur af via flugfarþegum og af flugrekstri íslenskra fyrirtækja sem fara að öllu leyti fram utan Íslands eru undanskildar

Heimild: Ferðaþjónustureikningar Hagstofu Íslands

Tekjur af hverjum ferðamanni

Markmið 2025: 227.000 krónur

Þau verðmæti sem hver erlendur ferðamaður skilur eftir á áfangastaðnum að meðaltali 

Heimild: Ferðaþjónustureikningar Hagstofu Íslands/útreikningar SAF

Skattspor ferðaþjónustu

Markmið 2025: 75 milljarðar króna

Skattspor ferðaþjónustu á ári (fyrst reiknað fyrir 2022).

Heimild: Skýrsla Reykjavík Economics um skattspor ferðaþjónustu

WEF TTD Index 2021: Viðskiptaumhverfi

117
2019: Ísland er í 19. sæti af 117
117
2021: Ísland er í 14. sæti af 117
< 140
Markmið 2025: Ísland verði í einu af 10 efstu sætum
Heimild: World Economic Forum Travel and Tourism Development Index – Enabling Environnment: Business Environment

SAMFÉLAG

HEIMAMENN

Ávinningur heimamanna um allt land

Jákvætt viðhorf íbúa til ferðaþjónustu

Markmið 2025: 90% íbúa eru ánægðir með ferðaþjónustu

"Á heildina litið er ég ánægð(ur) með ferðaþjónustu í mínu samfélagi." Hlutfall þeirra sem svara jákvætt.

Heimild: Ferðamálastofa – könnun um viðhorf íbúa til ferðamanna og ferðaþjónustu

WEF TTD Index 2021: Mannauður og vinnumarkaður

117
2019: Ísland er í 10. sæti af 117
117
2021: Ísland er í 6. sæti af 117
< 140
Markmið 2025:Ísland verði í einu af 3 efstu sætum
Heimild: World Economic Forum Travel and Tourism Development Index – Enabling Environment: Human resources and Labour Market

SAMFÉLAG

FERÐAMENN

Einstök upplifun, gæði og fagmennska

Meðmælaskor Íslands (NPS)

Meðmælaskor (e. Net Promoter Score) er mælt með hlutfalli ferðamanna sem segjast myndu mæla með ferð til Íslands við fjölskyldu og vini, að frádregnu hlutfalli þeirra sem segjast ekki myndu mæla með ferð. Mælikvarðinn telur frá mínus 100 stigum til plús 100 stiga. 

-100
2019
-100
2020
-100
2021
-100
2022
-100
Markmið 2025: NPS verði 75 eða hærra
Heimild: Landamærakönnun Ferðamálastofu

Upplifun erlendra ferðamanna á gæðum ferðaþjónustu

Markmið 2025: 75% ferðamanna merkja við 9 eða 10

"Á skalanum 1-10, hversu ánægður varstu með þjónustu á Íslandi?" Hlutfall þeirra sem merkja við 9 og 10.

Heimild: Landamærakönnun Ferðamálastofu

UMHVERFI

Jafnvægi milli verndar og nýtingar

Hlutfall fyrirtækja með markmið eða aðgerðir varðandi sjálfbærni

Markmið 2025: 85% fyrirtækja hafa sett sér mælanleg markmið eða gripið til aðgerða varðandi sjálfbærni

Hlutfall fyrirtækja sem hafa sett sér mælanleg markmið eða gripið til aðgerða varðandi sjálfbærni síðustu 12 mánuði

Heimild: Könnun KPMG meðal ferðaþjónustufyrirtækja fyrir nýársmálstofu Ferðaklasans og SAF

Ástand áfangastaða innan friðlýstra svæða

Skýrsla um ástand ferðamannastaða innan friðlýstra svæða er gefin út árlega af Umhverfisstofnun. Áhersla er lögð á að verkfærið leggi hlutlægt mat á verndarsvæði, sé samanburðarhæft milli svæða og gefi til kynna hvort ástand svæða fari batnandi eða versnandi milli ára. Þrír meginþættir eru metnir, skipulag, innviðir og verðmæti.

Ástand áfangastaða innan friðlýstra svæða 2019

2% áfangastaða mælast á rauðu, 18% á gulu og 80% á grænu

Ástand áfangastaða innan friðlýstra svæða 2021

2,7% áfangastaða mælast á rauðu, 10,1% á gulu og 87,2% á grænu

Ástand áfangastaða innan friðlýstra svæða 2020

2,1% áfangastaða mælast á rauðu, 12,3% á gulu og 85,6% á grænu

Markmið 2025:

Enginn áfangastaður mælist á rauðu, 10% eða minna á gulu og 90% eða meira á grænu

Heimild: Umhverfisstofnun – Ástandsmat áfangastaða innan friðlýstra svæða

WEF TTD Index 2021 – Mælikvarði: Umhverfisleg sjálfbærni

117
2019: Ísland er í 3. sæti af 117
117
2021: Ísland er í 4. sæti af 117
< 140
Markmið 2025:Ísland sé í einu af 10 efstu sætum
Heimild: World Economic Forum Travel and Tourism Development Index – T&T Sustainability: Environmental Sustainability