Skip to content

VEGVÍSIR UM VIÐSPYRNU 2025

7. FÁGÆTIS-, HEILSU- OG HVATAFERÐAÞJÓNUSTA

Stjórnvöld taki markviss skref til að styðja við fágætis-, heilsu- og hvataferðaþjónustu til að efla verðmætasköpun, en neysla hvers gests í þessum greinum er almennt meiri en annarra. Stefnt sé að því að verðmæti þessara greina hér á landi verði sambærilegt verðmætahlutfalli þessara greina í samanburðarlöndum sem náð hafa hvað bestum árangri. 

Greining og aðgerðir

Unnin verði greining á því hvaða aðgerðir hafa skapað aðstæður til aukinnar verðmætasköpunar þessara greina í nágrannalöndunum og hvað hamlar vexti þeirra á Íslandi. Ráðist verði í aðgerðir á grundvelli greiningarinnar með það að markmiði að auka verðmætahlutfall þessara greina af verðmætasköpun ferðaþjónustu í heild til samræmis við árangursrík samanburðarlönd.

Markaðssetning

Aukin áhersla verði lögð á markaðssetningu á þessum sviðum, m.a. með beinum stuðningi við fyrirtæki sem búa yfir sérhæfingu og beinum samskiptaleiðum við markhópa á þessum sviðum.

Endurgreiðslukerfi VSK

Endurgreiðslukerfi VSK til hvata- og fágætisferðahópa verði einfaldað, bætt og kynnt sérstaklega. Horft verði til núverandi endurgreiðslukerfis vegna ráðstefnuhópa í Danmörku til samanburðar.

Öflun starfsfólks

Tekin verði skref til að einfalda ferli og kröfur við innflutning á sérhæfðu starfsfólki frá ríkjum utan EES-svæðisins, með þekkingu og reynslu sem eykur hæfni og gæði í greininni.