Skip to content

VEGVÍSIR UM VIÐSPYRNU 2025

11. EFLING INNANLANDSMARKAÐAR

Stjórnvöld taki markviss skref til að efla innanlandsmarkað ferðaþjónustu og auka hlutfall hans í heildarumfangi atvinnugreinarinnar. Sterkari innanlandsmarkaður hefur sveiflujafnandi áhrif, eflir atvinnuþátttöku og eykur þekkingu og ánægju heimafólks með vöxt greinarinnar með aukinni nýtingu lífsgæða sem greinin byggir upp í sveitarfélögum um allt land.

Ferðagjöf framlengd

Ferðagjöfin og markaðssetningarátak á innanlandsmarkaði verði framlengd út árið 2022 með sambærilegu fjármagni og áður.

Tryggari samgöngur

Samgöngur milli landshluta verði efldar, m.a. með auknu fjármagni til rekstrar innviða (vetrarþjónusta), aukinni innviðauppbyggingu sem nýtist atvinnugreininni (t.d. samgöngur) og eflingu tíðni og nýtingar í innanlandsflugi, t.d. með skattalegum hvötum.

Skýr ábyrgð og samvinna

Ábyrgð, samvinna og verkaskipting áfangastaðastofa, Ferðamálastofu og Íslandsstofu vegna markaðssetningar á innanlandsmarkaði verði formfest.

Álagsdreifing á vetrartíma

Skólafrí verði samræmd innan sveitarfélags en dreift í tíma milli sveitarfélaga svo aðstæður skapist til að dreifa álagi og tækifærum til ferðalaga innanlands yfir veturinn.