Skip to content

VEGVÍSIR UM VIÐSPYRNU 2025

2. mARKAÐSSETNING FERÐAÞJÓNUSTU ERLENDIS

Stjórnvöld auki verulega við fjármagn til neytendamarkaðssetningar ferðaþjónustu. Koma þarf til móts við harðnandi alþjóðlega samkeppni til að kynna og viðhalda aðdráttarafli áfangastaðarins og tryggja verðmætasköpun ferðaþjónustu fyrir samfélagið. Líta þarf til þess sem samanburðarlönd verja til markaðssetningar per ferðamann, en Ísland er þar eftirbátur.    

Neytendamarkaðssetning

Auka þarf verulega við framlag ríkisins til neytendamarkaðssetningar Íslandsstofu á ferðaþjónustu erlendis. Framlagið verði 1-1,5 ma.kr. árlega til að halda í við samanburðarlönd. Framlag ríkisins til markaðssetningar ferðaþjónustu verði varanleg skuldbinding, ekki átaksverkefni, enda er um mjög arðbæra fjárfestingu að ræða fyrir samfélagið allt (ROI 26:1*).

Vetrarferðamennska

Sérstök áhersla verði lögð á að auka vetrarferðamennsku með stækkun/útvíkkun markaðssetningarátaksins Saman í sókn veturna 2021-22 og 2022-23.

Markaðsstuðningur við flug

Stutt verði við endurræsingu markaðssetningar erlendis 2021-2023 með hvetjandi markaðsstuðningi við flugfélög sem bjóða upp á flug til Íslands.