Skip to content

VEGVÍSIR UM VIÐSPYRNU 2025

4. EFTIRLIT MEÐ ERLENDRI OG ÓLÖGLEGRI STARFSEMI

Stjórnvöld setji af stað markvisst átak til að takmarka eins og kostur er erlenda og ólöglega starfsemi, félagsleg undirboð í ferðaþjónustu. Ólögleg starfsemi og skekkt samkeppni við erlend fyrirtæki hamlar íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum verulega. Flutningur fyrirtækja úr landi vegna þessa er þegar hafinn með óhjákvæmilegu verðmætatapi fyrir samfélagið.

Tillögur um skilvirkara eftirlit

Stjórnvöld hrindi í framkvæmd lykilaðgerðum byggðum á tillögum um skilvirkara eftirlit með erlendri og ólöglegri starfsemi er koma fram í skýrslu SAF frá 5. mars 2019. Aðgerðirnar hafi að markmiði að styðja við verðmætasköpun innanlands, koma í veg fyrir flutning fyrirtækja og þjónustu úr landi og treysta fylgni við leikreglur á vinnumarkaði.

Greining hindrana og úrbætur

Gerð verði greining á hindrunum er koma í veg fyrir skilvirkara eftirlit stofnana og úrbætur gerðar þar sem þeirra er þörf til að eftirlit skili raunverulegum árangri. 

Betri samvinna eftirlitsaðila

Sagt verði fyrir um nauðsynlegt samstarf eftirlitsstofnana í lögum til að auka skilvirkni og árangur eftirlits. Verklag við framkvæmd eftirlits verði einfaldað til að létta á íþyngjandi þáttum gagnvart fyrirtækjum.