Skip to content

VEGVÍSIR UM VIÐSPYRNU 2025

3. ÚRVINNSLA SKULDAVANDA

Stjórnvöld taki frumkvæði í aðgerðum til úrlausnar skuldavanda ferðaþjónustufyrirtækja á sambærilegum grundvelli og gert var eftir bankahrunið 2008 (Beina brautin). Stjórnvöld leiði vinnu við samkomulag hins opinbera, fjármálastofnana og hagaðila um ramma við úrvinnslu skulda fyrirtækja og ýti undir örvun fjárfestinga í fyrirtækjum í greininni.

Frestun opinberra gjalda

Greiðslum ferðaþjónustufyrirtækja (opinberar og bankar) út árið 2021/inn í árið 2022 (moratorium) verði frestað þar til tekjumyndun er hafin að marki á ný, þ.m.t. að greiðslu fasteignagjalda/skatta (útistandandi frá 2020 og öllu 2021) verði frestað um tvö ár.

Beina brautin undirbúin

Tekið verði á skuldavanda lífvænlegra fyrirtækja sem hefur myndast vegna faraldursins og fyrirheit gefin um fjárhagslega endurskipulagningu þegar hann er að baki og starfsemi hafin á ný. Byggt verði á hliðstæðum aðferðum og beitt var við „Beinu brautina“ við úrlausn skulda minni fyrirtækja eftir fjármálahrunið. 

Fjárfestingasjóður

Stofnun fjárfestingasjóðs með þátttöku lífeyrissjóða með það að markmiði að bæta eiginfjárstöðu lífvænlegra fyrirtækja.

Mögulegar stuðningsaðgerðir

Úrræði stjórnvalda til stuðnings ferðaþjónustu næsta vetur, ef aðstæður verða til þess að sumarvertíð ferðaþjónustu bregst alveg, verði undirbúin.