Skip to content

VEGVÍSIR UM VIÐSPYRNU 2025

10. uPPBYGGING ÁFANGASTAÐA

Stjórnvöld efli uppbyggingu áfangastaða og vöruþróun og taki skref til að auðvelda uppbyggingu nýrra segla fjarri höfuðborginni, t.d. með bættu skipulagi og auknu fjármagni. Jafnari dreifing ferðamanna fjölgar atvinnutækifærum og eykur verðmætasköpun af ferðaþjónustu sem eykur hagsæld dreifðari byggða og ávinning samfélagsins í heild.

Skýrir ferlar og fjármagn

Settir verði upp skýrir ferlar um uppbyggingu og skipulag áfangastaða með sjálfbærni og heildarsamræmingu ólíkra hagsmunaaðila að leiðarljósi. Framlög til áfangastaðastofa verði aukið til að byggja hraðar upp starfsemi þeirra, uppfæra áfangastaðaáætlanir og styðja við þróun nýrra segla.

Frumkvæði sveitarfélaga

Ríkið þrýsti á og styðji við að sveitarfélög sinni betur ábyrgð og frumkvæði við uppbyggingu áfangastaða, t.d. varðandi skipulagsvinnu og framboð jákvæðra fjárhagslegra hvata. Tryggt verði að sveitarfélög séu hvatningaraðili að uppbyggingu og atvinnuþróun, t.d. með skattalegum hvötum, styrkjum, samstarfi o.s.frv.

Húsnæði fyrir starfsfólk

Unnið verði gegn skorti á starfsmannahúsnæði með jákvæðum hvötum og stuðningi við byggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni.